|
Af ferðalögum erlendis er það að segja að ég hef farið í skemmtiferðir til Noregs, Danmerkur, Kúbu, Tenerife og Bandaríkjanna. Ég hef vegna vinnu minnar farið oftsinnis til Danmerkur, Svíþjóðar, Finnlands og Noregs en auk þess til Þýskalands, Hollands, Englands, Grikklands, Portúgal, Frakklands, Eistlands og Spánar. Á undirsíðunum má sjá myndir frá ýmsum ferðalögum og hér að neðan eru nokkrar ljósmyndir sem tengjast ferðalögum erlendis á einn eða annan hátt.
|