|
Ég á fjögur yndisleg börn, Hjalta Brynjar, Ásgeir Viðar, Ástu Björk og Örnu Hrönn og ég á líka sex dásamleg afabörn. Þriðjudaginn 25. janúar 2005 eignaðist ég fyrsta barnabarnið þegar Hjalti Brynjar og Sædís Alexía Sigurmundsdóttir eignuðust prins sem var skírður Einar Óli, þriðjudaginn 2. febrúar 2010 eignuðust þau prinsessu sem var skírð Elsa Dís og föstudaginn 16. nóvember 2012 eignuðust þau annan prins sem var skírður Gunnar Kári. Mánudaginn 8. október 2012 eignuðust Ásgeir Viðar og Inga María Ólafsdóttir litla prinsessu sem fékk nafnið Freyja Rún og föstudaginn 3. júní 2016 eignuðust þau aðra prinsessu sem fékk nafnið Íris Katla. Föstudaginn 31. maí 2024 eignuðust Arna Hrönn og Sigurður Gunnar Njálsson yndislega prinsessu sem fékk nafnið Natalía Ýr. Á undirsíðunum má fræðast nánar um hvern fjölskyldumeðlim fyrir sig en hér að neðan eru ýmsar fjölskyldumyndir.
|